Að stíga út úr skjóli Árni Páll Árnason skrifar 1. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórnin er nú rúin trausti. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst um hagsmuni sína, sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðarhagsmuna. Fjármálaráðherra er tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Á alþjóðavettvangi hafa vestræn ríki barist af hörku gegn skattaskjólum og Ísland hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Það er einsdæmi að forysta ríkisstjórnar vestræns lýðræðisríkis eigi eignir í slíkum skjólum og það verður þjóðinni ekki til vegsauka. Þar fyrir utan er það birtingarmynd þeirrar staðreyndar að forysta stjórnarflokkanna deilir ekki kjörum með þjóðinni. Fréttir sem birst hafa undanfarna daga sýna að upplýsingum var leynt fyrir þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Þegar þing hefst á ný í næstu viku munu þingmenn stjórnarmeirihlutans þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir treysti sér til að hitta kjósendur sína eða hvort þeir ætla að hreiðra um sig með forystumönnunum í skjólinu. Okkar ábyrgð er að tryggja að stjórnkerfið taki þetta mál og rannsaki. Þess vegna hef ég fyrir hönd okkar í stjórnarandstöðunni óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins. Við þurfum líka að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju í ósköpunum forsætisráðherra landsins þurfti einn manna ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni. Við þurfum forystu sem treystir sér til að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðum. Forystu sem deilir kjörum með þjóðinni. Ekki forystu sem sífellt flækist úr einu skjóli í annað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er nú rúin trausti. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst um hagsmuni sína, sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðarhagsmuna. Fjármálaráðherra er tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Á alþjóðavettvangi hafa vestræn ríki barist af hörku gegn skattaskjólum og Ísland hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Það er einsdæmi að forysta ríkisstjórnar vestræns lýðræðisríkis eigi eignir í slíkum skjólum og það verður þjóðinni ekki til vegsauka. Þar fyrir utan er það birtingarmynd þeirrar staðreyndar að forysta stjórnarflokkanna deilir ekki kjörum með þjóðinni. Fréttir sem birst hafa undanfarna daga sýna að upplýsingum var leynt fyrir þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Þegar þing hefst á ný í næstu viku munu þingmenn stjórnarmeirihlutans þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir treysti sér til að hitta kjósendur sína eða hvort þeir ætla að hreiðra um sig með forystumönnunum í skjólinu. Okkar ábyrgð er að tryggja að stjórnkerfið taki þetta mál og rannsaki. Þess vegna hef ég fyrir hönd okkar í stjórnarandstöðunni óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins. Við þurfum líka að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju í ósköpunum forsætisráðherra landsins þurfti einn manna ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni. Við þurfum forystu sem treystir sér til að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðum. Forystu sem deilir kjörum með þjóðinni. Ekki forystu sem sífellt flækist úr einu skjóli í annað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun