Endurreisn fæðingarorlofsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun