Umræðan um fátæka námsmanninn Aron Ólafsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun