Umræðan um fátæka námsmanninn Aron Ólafsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun