Skattaskjól Árni Páll Árnason skrifar 21. mars 2016 00:00 Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar