Hver hefur staðið vörð um íslenska hagsmuni? þórunn egilsdóttir skrifar 23. mars 2016 09:00 Það hefur verið ansi merkilegt að fylgjast með umræðunni síðustu viku. Mörg misgáfuleg ummæli hafa verið látin falla um hæfi forsætisráðherra. Í þeirri umræðu eru menn uppteknir af fjárhag eiginkonu hans. Ég velti því fyrir mér hvar við erum í raun stödd í jafnréttisumræðu þegar hjón eru gerð að einni manneskju þegar kemur að fjárhag og sjálfstæði. Er það ekki skortur á jafnrétti? Það er rétt að eiginkona forsætisráðherra er sterkefnuð kona og hefur sú staðreynd lengi legið ljós fyrir. Hvað hún gerir við auð sinn kemur mér bara ekki við svo lengi sem skattar eru greiddir til íslenska ríkisins. Það hefur verið gert og er staðfest opinberlega af endurskoðanda KPMG. Annað sem ég velti fyrir mér er hvort það sé ekki kostur að einstaklingur sem leiðir þjóðina sé fjárhagslega sjálfstæður, engum háður og því ekki hætta á að hann gangi erinda peningaafla í þjóðfélaginu? Innkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í pólitík byggðist á vilja hans til vinna gegn því óréttlæti sem skapaðist við hrunið. Það er kannski allt í lagi að rifja þetta upp og benda á að hans stærsta áherslumál hefur ávallt verið uppgjör föllnu bankanna og að tryggja það að tap fjármálafyrirtækjanna færðist ekki yfir á íslenskan almenning. Sigmundur Davíð hefur gengið manna harðast gegn kröfuhöfum og hefur ekkert gefið eftir. Það liggur ljóst fyrir að eiginkona hans tapaði fjárhagslega við framgöngu hans en þjóðin stórgræddi. Undir forystu hans var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða, beint eða óbeint. Þetta ásamt mörgum fleiri aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerir okkur nú í raun kleift að ræða og fara í alvöru í uppbyggingu innviða í samfélaginu. Það verkefni er orðið mjög aðkallandi og gott að geta hafist handa við það. Ég er nú ekki frá því að staðfestan sem Sigmundur Davíð hefur sýnt, þrátt fyrir háværar úrtöluraddir á köflum, hafi heldur betur sannað sig. Hann verður seint sakaður um að hafa tekið kröfuhafa einhverjum vettlingatökum eða gengið eigin erinda. Því treysti ég honum manna best til þess að standa vörð um íslenskt efnahagslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið ansi merkilegt að fylgjast með umræðunni síðustu viku. Mörg misgáfuleg ummæli hafa verið látin falla um hæfi forsætisráðherra. Í þeirri umræðu eru menn uppteknir af fjárhag eiginkonu hans. Ég velti því fyrir mér hvar við erum í raun stödd í jafnréttisumræðu þegar hjón eru gerð að einni manneskju þegar kemur að fjárhag og sjálfstæði. Er það ekki skortur á jafnrétti? Það er rétt að eiginkona forsætisráðherra er sterkefnuð kona og hefur sú staðreynd lengi legið ljós fyrir. Hvað hún gerir við auð sinn kemur mér bara ekki við svo lengi sem skattar eru greiddir til íslenska ríkisins. Það hefur verið gert og er staðfest opinberlega af endurskoðanda KPMG. Annað sem ég velti fyrir mér er hvort það sé ekki kostur að einstaklingur sem leiðir þjóðina sé fjárhagslega sjálfstæður, engum háður og því ekki hætta á að hann gangi erinda peningaafla í þjóðfélaginu? Innkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í pólitík byggðist á vilja hans til vinna gegn því óréttlæti sem skapaðist við hrunið. Það er kannski allt í lagi að rifja þetta upp og benda á að hans stærsta áherslumál hefur ávallt verið uppgjör föllnu bankanna og að tryggja það að tap fjármálafyrirtækjanna færðist ekki yfir á íslenskan almenning. Sigmundur Davíð hefur gengið manna harðast gegn kröfuhöfum og hefur ekkert gefið eftir. Það liggur ljóst fyrir að eiginkona hans tapaði fjárhagslega við framgöngu hans en þjóðin stórgræddi. Undir forystu hans var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða, beint eða óbeint. Þetta ásamt mörgum fleiri aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerir okkur nú í raun kleift að ræða og fara í alvöru í uppbyggingu innviða í samfélaginu. Það verkefni er orðið mjög aðkallandi og gott að geta hafist handa við það. Ég er nú ekki frá því að staðfestan sem Sigmundur Davíð hefur sýnt, þrátt fyrir háværar úrtöluraddir á köflum, hafi heldur betur sannað sig. Hann verður seint sakaður um að hafa tekið kröfuhafa einhverjum vettlingatökum eða gengið eigin erinda. Því treysti ég honum manna best til þess að standa vörð um íslenskt efnahagslíf.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun