Nú þegar öll liðin sem keppa á EM 2016 í sumar hafa kynnt nýju búninga sína hefur fréttavefur Sky Sports beðið lesendur sína um að gefa þeim einkunn.
Þegar þessi orð eru rituð er íslenski búningurinn í fjórtánda sæti en hann er sá eini sem Errea framleiðir.
Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar
Það vekur athygli að Nike-búningar raða sér í efstu fimm sætin. Franski búningurinn þykir sá fallegasti en á eftir koma Króatía, Tyrkland, Pólland og Portúgal.
Sjötti og síðasti Nike-búningurinn, sá enski, er í tólfta sæti.
Almennt virðist vera lítil hrifning á þeim landsliðsbúningum sem Adidas framleiðir.
Smelltu hér til að skoða niðurstöðu kosninganna og taka þátt í henni.
Íslenski búningurinn fyrir neðan miðju í kosningu Sky Sports

Tengdar fréttir

Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma?
Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn?

Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar
Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag.

Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot
Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt.

KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum
Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna.