Abel fær viðeigandi jarðarför í Úganda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2016 13:58 Abel Dhaira í leik með ÍBV. Vísir/Stefán Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
„Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52
„Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34
Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16
Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41
Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17
Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01