Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma skrifar 12. mars 2016 18:04 Umsækjendur um alþjóðalega vernd eru ekki sérstök, „tegund“ manna. Þeir eru manneskjur. ,,Að leita hælis“ er staða sem hvaða manneskja sem er gæti lent í vegna hættu sem gæti ógnað henni í heimalandi hennar. Að baki sérhverri umsókn um alþjóðlega vernd liggur saga manneskju sem hefur lent í mikinn erfiðleikum og jafnvel þótt sögurnar eigi margt sameiginlegt þá er hver saga einstök. Amir Shokrogozar frá Íran á sína sögu. Hér er stutt samantekt hans sögu. Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Það er ef til vill óþarft að útskýra hvers vegna hann þyrfti að flýja heimaland sitt, Íran, en fyrir þá sem ekki vita þá kveður 110 gr. og 111 gr. refsilaga íslamska lýðveldisins Írans á um að kynmörk milli tveggja einstaklinga af sama kyni varði dauðarefsingu. Amir flúði Íran árið 2009 og dvaldi í Tyrklandi í eitt ár, þaðan fór hann til Ítalíu í gegnum Grikkland. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Ítalíu. Þar var honum sagt: ,,Við gefum þér sex mánaðar dvalarleyfi, en eftir það verður þú sendur baka til Grikklands“. En í raun virðist hann hafa fengið dvalarleyfi sem flóttamaður í einhvern tíma á meðan hann dvaldi í Ítalíu en þar var hann í 11 mánuði. En Amir fékk hins vegar aldrei neina formlega tilkynningu um það.Kynferðislegt ofbeldiAmir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu. Þá var ekkert annað sem beið hans nema gatan því hann gat ekki fengið vinnu, íbúð eða mat. Þetta var mjög erfiður tími fyrir Amir. Svo skömmu eftir alvarlegt líkamlegt og andlegt áfall var hann neyddur til að lifa á götunni þar sem hann fékk enga formlega aðstoð sem flóttamaður. Hann fór því til Svíþjóðar. Hann sótti ekki um hæli í Svíþjóð. Lögfræðingur sem hann hafði hitti gaf honum það ráð að ef hann myndi sækja um hæli í Svíþjóð yrði hann sendur aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglunnar. Hann var ólöglegur útlendingur í þrjú ár þar í Svíþjóð. Hann tók svarta vinnu að sér af og til svo að hann gæti lifað af. Það leituðu oft á hann sjálfsvígshugsanir þegar hann varð þreyttur á að leita sér að stað til að gista á hverja einustu nótt. Í Svíþjóð kynntist Amir kristninni í gegnum vin sinn og hann naut þess að sækja messu í St. Klarakirkju í Stokkhólmi og fá góða fræðslu um hana sem leikmaður og hann lét skírast. Þá fékk Amir annað ráð frá vini sínum um að Ísland gæti verið rétti staðurinn fyrir hann því þar byggi sú þjóð sem taldist meðal þeirra sem minnsta fordóma hafa til samkynhneigðra. Hann kom til Íslands júní 2015 og sótti þá um alþjóðlega vernd.Hvað er mannúðarlegt sjónarmið? Amir fékk synjun frá útlendingastofnun í september 2015, og einnig synjun frá kærunefnd útlendingamála í janúar 2016. Nú stendur hann frammi fyrir brottvísun til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Álit útlendingastofnunar er í stuttu máli sagt þannig: í fyrsta lagi fékk Amir dvalarleyfi í Ítalíu (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn), í öðru lagi virðist ástæða flutnings Amirs vera á efnahagslegum nótum, en ekki að hann óttist öryggi sitt (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn). Í þriðju lagi, þó að aðstæður flóttafólks í Ítalíu séu ekki viðunandi, þá bannar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ekki endursendingu flóttafólks til þangað (réttlæting brottvísunar). Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“(úr úrskurði ÚTL – réttlæting brottvísunar). Álit kærunefndar útlendingamála er á sömu nótum. Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun. Kærunefndin segir að Ítalía hafi veitt Amir vernd. Er það rétt? Mig langar að spyrja. Við þurfum að lesa sögu Amirs heildstætt. Amir var aðeins 11 mánuði á Ítalíu. Hann skildi ekki hvað var að gerast í kringum sig því hann fékk ekki nægar upplýsingar. Hann trúði því að hann myndi verða sendur til Grikklands eftir hálft ár. Þá var ráðist á hann og honum nauðgað. Álit Útlendingastofnunar og kærunefndar þykir lítið til þeirrar lífsreynslu koma og það vekur mér ekkert annað en undrun. Hann áleit sig öruggari á götunni en í flóttamannabúðunum en þar vantaði hann vitaskuld húsaskjól og mat. Amir áleit að hann fengi aldrei vernd á Ítalíu. Allt þetta reið yfir Amir á fáum mánuðum, næstum samstundis. Að sundurgreina sögu hans eins og yfirvöld hafa gert er hvorki réttlátt né mannúðlegt. Það er nauðsynlegt að lesa og skilja söguna sem heild, skilja aðstæðurnar þar sem Amir hafði verið settur og hugsa hvort hann eigi skilið mannúðarlega björgun eða ekki. Lögfræðileg sundurgreining hlýtur að vera mikilvæg fyrir lögfræðing til að rökstyðja eitthvert mál og sinna starfi sínu almennilega. Ég gagnrýni ekki alla sundurgreiningu. En þegar um mannúðarsjónarmið er að ræða, þá þurfum við að skoða heildarmynd sögunnar, manns eins og Amir. Mannúðarsjónarmið skoða hlutina heildrænt og hvað það er sem mótar lífsreynslu manns og möguleika í lífinu. Það sem sést ekki í rofnum hlutum getur sést í heildarmynd og heildarsögu. Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðalega vernd eru ekki sérstök, „tegund“ manna. Þeir eru manneskjur. ,,Að leita hælis“ er staða sem hvaða manneskja sem er gæti lent í vegna hættu sem gæti ógnað henni í heimalandi hennar. Að baki sérhverri umsókn um alþjóðlega vernd liggur saga manneskju sem hefur lent í mikinn erfiðleikum og jafnvel þótt sögurnar eigi margt sameiginlegt þá er hver saga einstök. Amir Shokrogozar frá Íran á sína sögu. Hér er stutt samantekt hans sögu. Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Það er ef til vill óþarft að útskýra hvers vegna hann þyrfti að flýja heimaland sitt, Íran, en fyrir þá sem ekki vita þá kveður 110 gr. og 111 gr. refsilaga íslamska lýðveldisins Írans á um að kynmörk milli tveggja einstaklinga af sama kyni varði dauðarefsingu. Amir flúði Íran árið 2009 og dvaldi í Tyrklandi í eitt ár, þaðan fór hann til Ítalíu í gegnum Grikkland. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Ítalíu. Þar var honum sagt: ,,Við gefum þér sex mánaðar dvalarleyfi, en eftir það verður þú sendur baka til Grikklands“. En í raun virðist hann hafa fengið dvalarleyfi sem flóttamaður í einhvern tíma á meðan hann dvaldi í Ítalíu en þar var hann í 11 mánuði. En Amir fékk hins vegar aldrei neina formlega tilkynningu um það.Kynferðislegt ofbeldiAmir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu. Þá var ekkert annað sem beið hans nema gatan því hann gat ekki fengið vinnu, íbúð eða mat. Þetta var mjög erfiður tími fyrir Amir. Svo skömmu eftir alvarlegt líkamlegt og andlegt áfall var hann neyddur til að lifa á götunni þar sem hann fékk enga formlega aðstoð sem flóttamaður. Hann fór því til Svíþjóðar. Hann sótti ekki um hæli í Svíþjóð. Lögfræðingur sem hann hafði hitti gaf honum það ráð að ef hann myndi sækja um hæli í Svíþjóð yrði hann sendur aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglunnar. Hann var ólöglegur útlendingur í þrjú ár þar í Svíþjóð. Hann tók svarta vinnu að sér af og til svo að hann gæti lifað af. Það leituðu oft á hann sjálfsvígshugsanir þegar hann varð þreyttur á að leita sér að stað til að gista á hverja einustu nótt. Í Svíþjóð kynntist Amir kristninni í gegnum vin sinn og hann naut þess að sækja messu í St. Klarakirkju í Stokkhólmi og fá góða fræðslu um hana sem leikmaður og hann lét skírast. Þá fékk Amir annað ráð frá vini sínum um að Ísland gæti verið rétti staðurinn fyrir hann því þar byggi sú þjóð sem taldist meðal þeirra sem minnsta fordóma hafa til samkynhneigðra. Hann kom til Íslands júní 2015 og sótti þá um alþjóðlega vernd.Hvað er mannúðarlegt sjónarmið? Amir fékk synjun frá útlendingastofnun í september 2015, og einnig synjun frá kærunefnd útlendingamála í janúar 2016. Nú stendur hann frammi fyrir brottvísun til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Álit útlendingastofnunar er í stuttu máli sagt þannig: í fyrsta lagi fékk Amir dvalarleyfi í Ítalíu (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn), í öðru lagi virðist ástæða flutnings Amirs vera á efnahagslegum nótum, en ekki að hann óttist öryggi sitt (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn). Í þriðju lagi, þó að aðstæður flóttafólks í Ítalíu séu ekki viðunandi, þá bannar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ekki endursendingu flóttafólks til þangað (réttlæting brottvísunar). Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“(úr úrskurði ÚTL – réttlæting brottvísunar). Álit kærunefndar útlendingamála er á sömu nótum. Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun. Kærunefndin segir að Ítalía hafi veitt Amir vernd. Er það rétt? Mig langar að spyrja. Við þurfum að lesa sögu Amirs heildstætt. Amir var aðeins 11 mánuði á Ítalíu. Hann skildi ekki hvað var að gerast í kringum sig því hann fékk ekki nægar upplýsingar. Hann trúði því að hann myndi verða sendur til Grikklands eftir hálft ár. Þá var ráðist á hann og honum nauðgað. Álit Útlendingastofnunar og kærunefndar þykir lítið til þeirrar lífsreynslu koma og það vekur mér ekkert annað en undrun. Hann áleit sig öruggari á götunni en í flóttamannabúðunum en þar vantaði hann vitaskuld húsaskjól og mat. Amir áleit að hann fengi aldrei vernd á Ítalíu. Allt þetta reið yfir Amir á fáum mánuðum, næstum samstundis. Að sundurgreina sögu hans eins og yfirvöld hafa gert er hvorki réttlátt né mannúðlegt. Það er nauðsynlegt að lesa og skilja söguna sem heild, skilja aðstæðurnar þar sem Amir hafði verið settur og hugsa hvort hann eigi skilið mannúðarlega björgun eða ekki. Lögfræðileg sundurgreining hlýtur að vera mikilvæg fyrir lögfræðing til að rökstyðja eitthvert mál og sinna starfi sínu almennilega. Ég gagnrýni ekki alla sundurgreiningu. En þegar um mannúðarsjónarmið er að ræða, þá þurfum við að skoða heildarmynd sögunnar, manns eins og Amir. Mannúðarsjónarmið skoða hlutina heildrænt og hvað það er sem mótar lífsreynslu manns og möguleika í lífinu. Það sem sést ekki í rofnum hlutum getur sést í heildarmynd og heildarsögu. Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar