Lifandi stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 1. mars 2016 10:00 Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun