Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 11:30 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu