Hannes Þór um búningana: Svara eins og pólitíkus Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2016 11:43 Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53