Og nú að allt öðru… Líf Magneudóttir skrifar 7. mars 2016 00:00 Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar