Margrét Lára: Það var munur á liðunum en við erum að nálgast stóru liðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 14:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta náðu ekki markmiði sínu að komast í úrslitaleik Algarve-mótsins, en þær töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Okkar stelpum dugði eitt stig til að komast í úrslitaleikinn eftir flotta sigra á Belgum og Dönum en þær verða að sætta sig við að spila um bronsið.Sjá einnig:Freyr: Þetta er helvíti svekkjandi „Við erum rosalega vonsviknar með þetta, að komast ekki í úrslitaleikinn. Við þurftum bara eitt stig og því mjög svekkjandi að ná ekki inn þessu marki sem við þurftum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands, við SportTV eftir leikinn. „Boltinn er svona stundum. Við áttum ekki alveg okkar besta dag og þá endar þetta oft svona.“ Margrét Lára tók undir þá fullyrðingu að kanadíska liðið hefði einfaldlega verið betra í leiknum. „Ég get alveg verið sammála því. Þær eru með frábært lið sem komst í átta liða úrslit á HM í fyrra. Það sýnir bara þeirra styrkleika,“ sagði hún. „Við erum samt að bæta okkur í hverjum leik og erum að nálgast þessi stóru lið. Það sýndi sig í dag. Það var ekki mikill munur á liðunum en þó einhver. Þær sýndu frábæra takta í markinu sem var svekkjandi fyrir okkur.“ Leikurinn um þriðja sætið verður gegn Nýja-Sjálandi en Ísland og Nýja-Sjáland hafa aldrei mæst í Alþjóðlegum fótboltaleik, hvorki í kvenna- eða karlaflokki. „Það verður bara mjög gaman. Við erum spenntar fyrir því enda gaman að spila á móti nýjum þjóðum. Það verður örugglega ekki oft tækifæri fyrir okkur að spila á móti liði sem er hinum megin á hnettinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir við SportTV. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta er helvíti svekkjandi "Ég hef oft verið betri,“ segir svekktur landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, eftir tapið gegn Kanada á Algarve-mótinu í kvöld. 7. mars 2016 21:30 Ísland ekki í úrslit á Algarve Íslenska kvennalandsliðið mun ekki spila til úrslita á Algarve-mótinu eftir tap, 1-0, gegn Kanada í kvöld. 7. mars 2016 20:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta náðu ekki markmiði sínu að komast í úrslitaleik Algarve-mótsins, en þær töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Okkar stelpum dugði eitt stig til að komast í úrslitaleikinn eftir flotta sigra á Belgum og Dönum en þær verða að sætta sig við að spila um bronsið.Sjá einnig:Freyr: Þetta er helvíti svekkjandi „Við erum rosalega vonsviknar með þetta, að komast ekki í úrslitaleikinn. Við þurftum bara eitt stig og því mjög svekkjandi að ná ekki inn þessu marki sem við þurftum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands, við SportTV eftir leikinn. „Boltinn er svona stundum. Við áttum ekki alveg okkar besta dag og þá endar þetta oft svona.“ Margrét Lára tók undir þá fullyrðingu að kanadíska liðið hefði einfaldlega verið betra í leiknum. „Ég get alveg verið sammála því. Þær eru með frábært lið sem komst í átta liða úrslit á HM í fyrra. Það sýnir bara þeirra styrkleika,“ sagði hún. „Við erum samt að bæta okkur í hverjum leik og erum að nálgast þessi stóru lið. Það sýndi sig í dag. Það var ekki mikill munur á liðunum en þó einhver. Þær sýndu frábæra takta í markinu sem var svekkjandi fyrir okkur.“ Leikurinn um þriðja sætið verður gegn Nýja-Sjálandi en Ísland og Nýja-Sjáland hafa aldrei mæst í Alþjóðlegum fótboltaleik, hvorki í kvenna- eða karlaflokki. „Það verður bara mjög gaman. Við erum spenntar fyrir því enda gaman að spila á móti nýjum þjóðum. Það verður örugglega ekki oft tækifæri fyrir okkur að spila á móti liði sem er hinum megin á hnettinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir við SportTV.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta er helvíti svekkjandi "Ég hef oft verið betri,“ segir svekktur landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, eftir tapið gegn Kanada á Algarve-mótinu í kvöld. 7. mars 2016 21:30 Ísland ekki í úrslit á Algarve Íslenska kvennalandsliðið mun ekki spila til úrslita á Algarve-mótinu eftir tap, 1-0, gegn Kanada í kvöld. 7. mars 2016 20:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira
Freyr: Þetta er helvíti svekkjandi "Ég hef oft verið betri,“ segir svekktur landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, eftir tapið gegn Kanada á Algarve-mótinu í kvöld. 7. mars 2016 21:30
Ísland ekki í úrslit á Algarve Íslenska kvennalandsliðið mun ekki spila til úrslita á Algarve-mótinu eftir tap, 1-0, gegn Kanada í kvöld. 7. mars 2016 20:15