Strákarnir okkar á EM-fótboltamyndum: „Ég fékk Kára“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ingimar Bjarni Sverrisson sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. vísir/ernir „Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira