Erlent

Bill Gates styður við bakið á FBI

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Bill Gates, einn stofnenda Microsoft, segir alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa rétt fyrir sér. FBI hefur krafist þess að Apple hjálpi til við að brjóta öryggiskerfi iPhone síma árásarmanns í San Bernardino í Bandaríkjunum. Apple segir að það gæti ógnað öryggi allra síma fyrirtækisins.

Gates segir FBI eiga rétt á því að krefjast samstarfs frá tæknifyrirtækjunum í Sílikondalnum við rannsókn á málum sem tengjast hryðjuverkum.

Haft er eftir Gates á vef Guardian að FBI sé ekki að biðja um eina allsherjarlausn á því að opna síma Apple. Þeir séu að biðja um að tiltekinn sími verði opnaður. Tim Cook, yfirmaður Apple, segir aftur á móti að verði fundin leið til að opna einn síma væri hægt að nota hana til að opna alla síma fyrirtækisins.

Þar að auki myndi málið setja slæmt fordæmi.

Gates stendur nú andspænis öðrum tæknifyrirtækjum eins og GoogleFacebook og fleiri. Meira að segja Microsoft hefur að vissu leyti stutt við bakið á Apple. Samtök sem nefnast Reform Government Surveilance, sem Microsoft er aðili að, sendu út tilkynningu til stuðnings Apple. Þá tísti æðsti lögmaður Microsoft yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×