Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 11:15 Birkir eða Bjarnason? vísir/vilhelm „Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
„Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira