Heilbrigðisþjónusta til framtíðar Oddur Steinarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórnvöld og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka samfellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna þarf að. Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu samfélagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á samvinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungnasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira. Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum og snemmgreiningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórnvöld og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka samfellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna þarf að. Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu samfélagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á samvinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungnasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira. Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum og snemmgreiningum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun