Mörg spil í stokknum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun