Leyndarmálið um velgengni? Ragnheiður Aradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun