Leyndarmálið um velgengni? Ragnheiður Aradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar