Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 16:01 Anders Hamsten, til vinstri, hefur sagt af sér vegna máls Macchiarini. mynd/karolinska og vísir/epa Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13
Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53