Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 13:58 Birgir Jakobsson, landlæknir, var forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins þegar barkaígræðslan var framkvæmd á Eritríumanninum Andemariam Beyene. Hann segir öllum hafa verið ljóst að um var að ræða tilraunaaðgerð fyrir mann sem átti engra kosta völ. „Það var öllum ljóst að þetta var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir í samtali við Vísi um barkaígræðslurnar sem framkvæmdar voru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar.Paolo Macchiarini.Vísir/EPAFalsaði niðurstöður Það var ítalski læknirinn Paolo Macchiarini sem þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Eritríumaðurinn Andemariam Beyene. Það var árið 2011 en Andemariam hafði frá árinu 2009 verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Eftir að hann kom til landsins greindist hann með krabbamein og fór í gegnum meðferð við því á Íslandi. Tómas Guðbjartsson læknir hafði milligöngu um för Andemariam til Stokkhólms og var Tómas jafnframt beðinn um að taka þátt í aðgerðinni árið 2011 en hann lést þremur árum síðar á Karolinska sjúkrahúsinu. Tómas og Óskar Einarsson voru einnig titlaðir sem meðhöfundar að grein Macchiarini sem fjallaði um barkaígræðsluna og birtist í læknatímaritinu Lancet.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Tómasi og Óskari vegna málsins Í fyrra kom í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð og var í kjölfarið kærður. Einnig kom í ljós að atriði í grein hans samræmdust ekki sjúkraskrám Andemariam. Fékk Karolinska utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að sá ítalski hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum.Fékk þrjú ár til viðbótar Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins á árunum 2007 til 2014 og var því yfir sjúkrahúsinu þegar aðgerðin var framkvæmd á Andemariam. Hann var hins vegar ekki yfir Karolinska háskólanum, eða Karolinska Institute, sem er önnur stofnun sem vinnur náið með háskólasjúkrahúsinu. Hann segir öllum hafa verið það ljóst að aðgerðina á Andemariam var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ. Í staðinn hafi Andemariam fengið þrjú ár til viðbótar í stað þess að eiga nokkrar vikur eða mánuði ólifaða. „Mér skildist að hann hafi allavega fengið þrjú ár á lífi eftir þetta. Þetta var metið og gerður samningur hérna á milli Karolinska og sjúkrahússins um það hvernig þetta yrði gert og greitt fyrir það og Karolinska tók mikinn kostnað á sig við þetta líka. En þetta var gert að því er ég best veit með fullu samþykki sjúklings um að hann ætti engra kosta völ og lækni hans hér á Íslandi,“ segir Birgir.Ámælið eru falsaðar niðurstöður Hann segir málið hafa undið upp á sig en þetta var aðgerð sem ekki hafði verið framkvæmd áður á mönnum. „Háskólasjúkrahús hafa þetta hlutverk og og þá gildir að fylgja því mjög vel eftir og ef það gengur ekki eins og var ætlað þá þarf að hætta því og það gerðum við hjá sjúkrahúsinu. Hins vegar hefur Karolinska Institute haldið áfram einhverju samstarfi við Macchiarini og það hefur valdið þessum úlfaþyt núna.“ Birgir segist ekki vita hvort Ítalinn hafi haft leyfi siðanefndar þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Andermariam en það hafi hins vegar verið þróunaraðgerð, ekki vísindastarf. „Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Það var öllum ljóst að þetta var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir í samtali við Vísi um barkaígræðslurnar sem framkvæmdar voru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar.Paolo Macchiarini.Vísir/EPAFalsaði niðurstöður Það var ítalski læknirinn Paolo Macchiarini sem þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Eritríumaðurinn Andemariam Beyene. Það var árið 2011 en Andemariam hafði frá árinu 2009 verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Eftir að hann kom til landsins greindist hann með krabbamein og fór í gegnum meðferð við því á Íslandi. Tómas Guðbjartsson læknir hafði milligöngu um för Andemariam til Stokkhólms og var Tómas jafnframt beðinn um að taka þátt í aðgerðinni árið 2011 en hann lést þremur árum síðar á Karolinska sjúkrahúsinu. Tómas og Óskar Einarsson voru einnig titlaðir sem meðhöfundar að grein Macchiarini sem fjallaði um barkaígræðsluna og birtist í læknatímaritinu Lancet.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Tómasi og Óskari vegna málsins Í fyrra kom í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð og var í kjölfarið kærður. Einnig kom í ljós að atriði í grein hans samræmdust ekki sjúkraskrám Andemariam. Fékk Karolinska utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að sá ítalski hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum.Fékk þrjú ár til viðbótar Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins á árunum 2007 til 2014 og var því yfir sjúkrahúsinu þegar aðgerðin var framkvæmd á Andemariam. Hann var hins vegar ekki yfir Karolinska háskólanum, eða Karolinska Institute, sem er önnur stofnun sem vinnur náið með háskólasjúkrahúsinu. Hann segir öllum hafa verið það ljóst að aðgerðina á Andemariam var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ. Í staðinn hafi Andemariam fengið þrjú ár til viðbótar í stað þess að eiga nokkrar vikur eða mánuði ólifaða. „Mér skildist að hann hafi allavega fengið þrjú ár á lífi eftir þetta. Þetta var metið og gerður samningur hérna á milli Karolinska og sjúkrahússins um það hvernig þetta yrði gert og greitt fyrir það og Karolinska tók mikinn kostnað á sig við þetta líka. En þetta var gert að því er ég best veit með fullu samþykki sjúklings um að hann ætti engra kosta völ og lækni hans hér á Íslandi,“ segir Birgir.Ámælið eru falsaðar niðurstöður Hann segir málið hafa undið upp á sig en þetta var aðgerð sem ekki hafði verið framkvæmd áður á mönnum. „Háskólasjúkrahús hafa þetta hlutverk og og þá gildir að fylgja því mjög vel eftir og ef það gengur ekki eins og var ætlað þá þarf að hætta því og það gerðum við hjá sjúkrahúsinu. Hins vegar hefur Karolinska Institute haldið áfram einhverju samstarfi við Macchiarini og það hefur valdið þessum úlfaþyt núna.“ Birgir segist ekki vita hvort Ítalinn hafi haft leyfi siðanefndar þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Andermariam en það hafi hins vegar verið þróunaraðgerð, ekki vísindastarf. „Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30