Hverjir verða Borgunarmenn fyrir bönkum? Árni Páll Árnason skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Umræðan um Borgunarhneykslið má ekki staðnæmast við það eitt. Það sem við vitum nú þegar um atburðarásina í málinu dugar til að vekja verulegar efasemdir um vinnubrögð og siðferði í efstu lögum fjármálakerfisins. Það þarf að upplýsa til fulls um allar ákvarðanir í málinu, hvernig verðmat fór fram og hvernig stjórnendur Landsbankans tóku ákvörðunina um þessa sölu, lið fyrir lið. Það vekur nefnilega athygli að stjórnendur Landsbankans hafa fært það fram sem röksemd fyrir því að selja hinum stálheppnu útvöldu kaupendum á vegum stjórnenda Borgunar eignarhlutinn í leyni að stjórnendur Borgunar væru í lykilstöðu til að hafa áhrif á upplýsingar um framtíðarhorfur Borgunar ef aðrir kaupendur myndu sækjast eftir hlutnum. Eitt er nú það að stjórnendur Landsbankans gefi sér að stjórnendur Borgunar muni koma fram með sviksamlegum hætti. Annað er það hvers vegna stjórnendur Landsbankans ákváðu þá að treysta þeim upplýsingum sem þessir sömu stjórnendur veittu Landsbankanum sjálfum um framtíðarhorfur fyrirtækisins. Hvernig í ósköpunum réttlætir þú að trúa manni sem þú býst við að svíki aðra?Gamlar og nýjar hættur En Borgunarmálið varpar líka ljósi á hættur sem eru fram undan í íslensku viðskiptalífi og fjármálalífi. Það er ekkert nýtt að vel tengdir fjárfestar, handvaldir af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, fái tækifæri til að kaupa ríkiseignir eða sölsa undir sig aðstöðu sem ríkið hefur. Efnahagssaga Íslands hefur einkennst af því alla tíð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu tækifæri til að fá til sín Marshall-aðstoðina sem Ísland fékk eftir stríð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu einkaleyfi til að bjóða í verk fyrir varnarliðið og voru áratugum saman í aðstöðu til að rukka margfaldan raunkostnað fyrir hvert einasta viðvik á Keflavíkurflugvelli. Það voru vel tengdir aðilar sem gátu sölsað undir sig hlutabréf almennings og Vestur-Íslendinga í Eimskipafélaginu og nýtt agnarlítinn eignarhlut til að ná yfirtökum á Eimskipafélaginu. Þá aðstöðu nýttu þeir svo til að sölsa undir sig hvert fyrirtækið á fætur öðru í viðskiptalífinu og byggja viðskiptaveldi sem stóð áratugum saman, án nokkurrar innistæðu. Það voru vel tengdir kaupendur sem fengu að kaupa SR-mjöl í upphafi tíunda áratugarins og gátu svo selt eignir út úr fyrirtækinu og borgað sér kaupverðið á einu ári. Og síðast en ekki síst voru það vel tengdir aðilar sem fengu einir að kaupa bankana við einkavæðinguna 2003. Þá voru allar reglur beygðar og öll viðmið um mat á tilboðum skekkt, til að réttir menn fengju á endanum að kaupa. Þeir keyptu á ágætu verði, en lánuðu hverjir öðrum fyrir kaupverðinu. Þeir keyptu banka til að geta nýtt þá til að skammta sér auð og aðstöðu þaðan í frá. Þeir höfðu ekkert efni á að kaupa bankana – þeir gerðu það bara og nýttu sér íslenskt fákeppnisumhverfi til að klóra útlagt fé til baka af almenningi og verðmætaskapandi fyrirtækjum.Nýir Borgunarmenn verða fundnir Nú er enn rætt um bankasölu. Í nýlegri skýrslu Bankasýslu ríkisins kemur samt fram að engir Íslendingar hafi ráð á að kaupa banka fyrir eigin rammleik. Þá liggur fyrir að engir útlendingar hafa sýnt áhuga á að kaupa íslenskan banka, þrátt fyrir ítrekaðar sölutilraunir a.m.k. eins slitabús á erlendum vettvangi undanfarin ár. En þótt engir Íslendingar geti keypt einn einasta banka og engir útlendingar vilji kaupa einn einasta banka eru nú allt í einu ÞRÍR bankar til sölu. Hverjir munu kaupa? Svarið liggur í augum uppi. Hættan er sú að einhverjir nýir Borgunarmenn verði fundnir. Þeir verða sannarlega ekki borgunarmenn fyrir banka í hefðbundnum skilningi þess orðs, en þeir verða Borgunarmenn í þeim séríslenska skilningi sem hér hefur verið rakinn. Þeir munu kaupa bankana á háu verði og nýta sér síðan fákeppnisumhverfi hinnar íslensku krónu til að sjúga kaupverðið úr landsmönnum um ókomin ár.Röðum upp á nýtt Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er að stöðva þetta rugl. Það munu núverandi stjórnarflokkar ekki gera. Það þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Hluti hennar mun þurfa að felast í að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Það þarf að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með ráðandi umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði til að brjóta bankana upp og raða bútunum upp á nýtt. Sumir þættir bankarekstrar eiga einfaldlega ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. Samhliða þarf að breyta lagaumhverfi fjármálakerfisins og torvelda ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki. Úrvinnsla skuldamála frá hruni á að verða okkur verðmætur lærdómur. Það þarf að styrkja lagaumhverfi greiðsluaðlögunar, auka áhættu banka af útlánum og torvelda bönkum að ganga að fólki ef greiðslugeta bregst. Þá þarf að tryggja almenningi í landinu arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Tækifærið til þessara breytinga er núna. Það verður farið eftir að ríkið selur hluta í bönkunum. Þess vegna þarf að koma í veg fyrir að núverandi stjórnarflokkar selji bankana og gefa nýrri ríkisstjórn færi á raða spilunum upp á nýtt, með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Borgunarmálið Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Borgunarhneykslið má ekki staðnæmast við það eitt. Það sem við vitum nú þegar um atburðarásina í málinu dugar til að vekja verulegar efasemdir um vinnubrögð og siðferði í efstu lögum fjármálakerfisins. Það þarf að upplýsa til fulls um allar ákvarðanir í málinu, hvernig verðmat fór fram og hvernig stjórnendur Landsbankans tóku ákvörðunina um þessa sölu, lið fyrir lið. Það vekur nefnilega athygli að stjórnendur Landsbankans hafa fært það fram sem röksemd fyrir því að selja hinum stálheppnu útvöldu kaupendum á vegum stjórnenda Borgunar eignarhlutinn í leyni að stjórnendur Borgunar væru í lykilstöðu til að hafa áhrif á upplýsingar um framtíðarhorfur Borgunar ef aðrir kaupendur myndu sækjast eftir hlutnum. Eitt er nú það að stjórnendur Landsbankans gefi sér að stjórnendur Borgunar muni koma fram með sviksamlegum hætti. Annað er það hvers vegna stjórnendur Landsbankans ákváðu þá að treysta þeim upplýsingum sem þessir sömu stjórnendur veittu Landsbankanum sjálfum um framtíðarhorfur fyrirtækisins. Hvernig í ósköpunum réttlætir þú að trúa manni sem þú býst við að svíki aðra?Gamlar og nýjar hættur En Borgunarmálið varpar líka ljósi á hættur sem eru fram undan í íslensku viðskiptalífi og fjármálalífi. Það er ekkert nýtt að vel tengdir fjárfestar, handvaldir af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, fái tækifæri til að kaupa ríkiseignir eða sölsa undir sig aðstöðu sem ríkið hefur. Efnahagssaga Íslands hefur einkennst af því alla tíð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu tækifæri til að fá til sín Marshall-aðstoðina sem Ísland fékk eftir stríð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu einkaleyfi til að bjóða í verk fyrir varnarliðið og voru áratugum saman í aðstöðu til að rukka margfaldan raunkostnað fyrir hvert einasta viðvik á Keflavíkurflugvelli. Það voru vel tengdir aðilar sem gátu sölsað undir sig hlutabréf almennings og Vestur-Íslendinga í Eimskipafélaginu og nýtt agnarlítinn eignarhlut til að ná yfirtökum á Eimskipafélaginu. Þá aðstöðu nýttu þeir svo til að sölsa undir sig hvert fyrirtækið á fætur öðru í viðskiptalífinu og byggja viðskiptaveldi sem stóð áratugum saman, án nokkurrar innistæðu. Það voru vel tengdir kaupendur sem fengu að kaupa SR-mjöl í upphafi tíunda áratugarins og gátu svo selt eignir út úr fyrirtækinu og borgað sér kaupverðið á einu ári. Og síðast en ekki síst voru það vel tengdir aðilar sem fengu einir að kaupa bankana við einkavæðinguna 2003. Þá voru allar reglur beygðar og öll viðmið um mat á tilboðum skekkt, til að réttir menn fengju á endanum að kaupa. Þeir keyptu á ágætu verði, en lánuðu hverjir öðrum fyrir kaupverðinu. Þeir keyptu banka til að geta nýtt þá til að skammta sér auð og aðstöðu þaðan í frá. Þeir höfðu ekkert efni á að kaupa bankana – þeir gerðu það bara og nýttu sér íslenskt fákeppnisumhverfi til að klóra útlagt fé til baka af almenningi og verðmætaskapandi fyrirtækjum.Nýir Borgunarmenn verða fundnir Nú er enn rætt um bankasölu. Í nýlegri skýrslu Bankasýslu ríkisins kemur samt fram að engir Íslendingar hafi ráð á að kaupa banka fyrir eigin rammleik. Þá liggur fyrir að engir útlendingar hafa sýnt áhuga á að kaupa íslenskan banka, þrátt fyrir ítrekaðar sölutilraunir a.m.k. eins slitabús á erlendum vettvangi undanfarin ár. En þótt engir Íslendingar geti keypt einn einasta banka og engir útlendingar vilji kaupa einn einasta banka eru nú allt í einu ÞRÍR bankar til sölu. Hverjir munu kaupa? Svarið liggur í augum uppi. Hættan er sú að einhverjir nýir Borgunarmenn verði fundnir. Þeir verða sannarlega ekki borgunarmenn fyrir banka í hefðbundnum skilningi þess orðs, en þeir verða Borgunarmenn í þeim séríslenska skilningi sem hér hefur verið rakinn. Þeir munu kaupa bankana á háu verði og nýta sér síðan fákeppnisumhverfi hinnar íslensku krónu til að sjúga kaupverðið úr landsmönnum um ókomin ár.Röðum upp á nýtt Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er að stöðva þetta rugl. Það munu núverandi stjórnarflokkar ekki gera. Það þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Hluti hennar mun þurfa að felast í að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Það þarf að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með ráðandi umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði til að brjóta bankana upp og raða bútunum upp á nýtt. Sumir þættir bankarekstrar eiga einfaldlega ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. Samhliða þarf að breyta lagaumhverfi fjármálakerfisins og torvelda ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki. Úrvinnsla skuldamála frá hruni á að verða okkur verðmætur lærdómur. Það þarf að styrkja lagaumhverfi greiðsluaðlögunar, auka áhættu banka af útlánum og torvelda bönkum að ganga að fólki ef greiðslugeta bregst. Þá þarf að tryggja almenningi í landinu arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Tækifærið til þessara breytinga er núna. Það verður farið eftir að ríkið selur hluta í bönkunum. Þess vegna þarf að koma í veg fyrir að núverandi stjórnarflokkar selji bankana og gefa nýrri ríkisstjórn færi á raða spilunum upp á nýtt, með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar