Eignir ríkisins að grotna niður og samfélagið að versna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2016 19:49 Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira