Af hverju er sjúkrahótel ekki eins og hver annar bisness? Árni Páll Árnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun