Aðför að opinberum starfsmönnum Guðríður Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun