Af Kúludalsá og Matvælastofnun Pétur Blöndal skrifar 21. janúar 2016 07:00 Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið „rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir hafi „staðið í mörg ár“. Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvælastofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“ Yfirdýralæknir hefur staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu þaðan. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt: „Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rannsóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin. Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar forsendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur rökstuðningur um gagnsemi þeirra.” Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðlilegt að hún beini gagnrýni sinni þangað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið „rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir hafi „staðið í mörg ár“. Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvælastofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“ Yfirdýralæknir hefur staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu þaðan. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt: „Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rannsóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin. Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar forsendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur rökstuðningur um gagnsemi þeirra.” Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðlilegt að hún beini gagnrýni sinni þangað.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar