Slitastjórn Glitnis; In Memoriam Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Sjá meira
Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun