Einhæfni auðlinda og virðiskeðjan Þröstur Ólafsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Nýverið birtist frétt um að þrátt fyrir uppgang væri brottflutningur fólks meiri en aðflutningur. Það sem þó vakti ekki síður athygli var að lunginn af brottfluttum var ungt menntað fólk. Síðar komu tölur um að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum færi vaxandi. Þetta eru slæm tíðindi. Nú er því ekki til að dreifa að almennt atvinnuástand sé bágborið. Hér er næg almenn atvinna og þúsundir lítt menntaðra útlendinga á leiðinni. Afkoma fólks fer batnandi. Brottflutningur menntaðs fólks er vegna skorts á sérhæfðum atvinnutækifærum, sem á mikið skylt við óþroskað, einhæft hagkerfi. Auðlindahagkerfi eru í eðli sínu einhæf. Hvorki landbúnaður né sjávarútvegur hafa mikla þörf fyrir fjölmenntað fólk. Stóriðja átti að auka fjölbreytni Við fórum af stað með stóriðju til að auka fjölbreytni í efnahagslífi landsins. Hagkerfið var staðnað. Þetta voru rétt skref í upphafi. Síðan var uppbygging stóriðju meginþungi í efnahagsstefnu landsins. Nýr einhæfur auðlindaatvinnuvegur varð til. Okkur mistókst að byggja upp úrvinnsluiðnað og skapandi störf tengd stóriðjunni sem juku verðmætasköpunina og skildu stærri hluta virðisaukans eftir í landinu. Nánast allur virðisauki stóriðjunnar verður til erlendis. Hér verða aðeins eftir beinar launagreiðslur, smávægilegir skattar og greiðsla fyrir orku, sem fram til þessa hefur ekki íþyngt rekstri stóriðjuveranna. Þessar greiðslur eru aðeins lítið brot af virði endanlegrar vöru. Virðismyndunin hérlendis verður þar að auki enn rýrari fyrir þá sök að sami aðili stýrir allri virðiskeðjunni og hefur það því nokkurn veginn í hendi sér, hvar virðisaukinn verður til. Þá rýrnar hann enn þar sem við fórnum íslenskri náttúru. Auðlindaafurðir eru óstöðugustu afurðir á mörkuðum. Gleymum því heldur ekki að ungt fólk með fjölhæfa menntun er ekki á launaskrá stóriðjuvera. Virðisaukinn Auður þjóða myndast þegar þeim tekst að halda hjá sér eða draga til sín arðbærustu hlekkina í framleiðslukeðjunni. Þar liggur mestur virðisaukinn. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hugmyndavinnan, hönnun vörunnar, dreifing og að lokum salan. Frumframleiðsla er ekki sérlega arðbær atvinnugrein, ekki einu sinni í olíu. Hugmynda- og þróunarvinnan, dreifingin og kannski ekki hvað síst margumtöluð vörumerki, mynda stærstan hluta virðiskeðjunnar í nútíma atvinnurekstri. Þar greiðast hæstu launin, mestur arðurinn og hæstu skattarnir. Af hverju skyldu bæði frystihús og sláturhús vera staðir, þar sem Íslendingar bíða ekki í röðum eftir að fá vinnu? Engin þjóð þroskast atvinnulega séð á því að leggja höfuðáherslu á að búa til nóg af almennum láglaunastörfum. Það er leið langtíma stöðnunar. Íslenska ríkið hefur allt frá upphafi fullveldisins verið afgerandi afl á sviði atvinnumála. Einkum hefur þetta gilt gagnvart auðlindaatvinnuvegunum, landbúnaði, sjávarútvegi og síðar stóriðju. Því miður hafa þessi afskipti ríkisvaldsins einkum fest í sessi haggerð, sem til lengdar örvar hvorki hagvöxt né nýsköpun. Tiltölulega einhæf nýting auðlinda er sett í forgang, því það er auðveldara og atkvæðavænlegra. Þroskað hagkerfi byggir á hugviti, verkkunnáttu, áræðni og margvíslegri þekkingu. Þaðan kemur mestur virðisaukinn. Gjaldmiðilinn Ekki má gleyma garminum honum Katli, þegar rætt er um fráhrindandi aðstæður fyrir ungt menntað fólk til að setjast að á Íslandi. Þar á ég við íslensku krónuna, sem fengið hefur þá heiðursnafnbót frá forsætisráðherra að vera sterkasti gjaldmiðill í heimi. Það er ekkert sérstakt afreksverk að gjaldmiðill sem býr við ströng gjaldeyrishöft og er hvergi nothæfur utan eigin lands, haldist þokkalega stöðugur. Til þess eru höftin. Þrátt fyrir þessa algjöru einangrun og vernd þarf krónan háa vexti svo hún geti staðið undir því verkefni, að halda verðbólgu í skefjum. Gjaldeyrishöftin koma heldur ekki í veg fyrir að mörg mismunandi gengi eru á krónunni. Innflutnings- og ferðamannagengi, útboðsgengi seðlabankans og síðan er verðtryggða útgáfa hennar. Sem mælieining er hún skökk, óstöðug og misvísandi. Sennilega hefur enginn einn hluti íslenska hagkerfisins „féflett“ Íslendinga meir í gegnum árin en krónan. Það er hún sem gerir ungu fólki erfitt með að búa hér, þótt það hafi vinnu. Hún er svo dyntótt og dýr, hvort sem hún er óverðtryggð eða verðtryggð. Hún gengur af öllum húsnæðiskerfum dauðum. Ef við viljum fá ungt menntað fólk til að setjast að hérlendis þurfum við að breyta um opinbera atvinnustefnu, hætta fjáraustri í auðlindaatvinnuvegi og finna lausn á gjaldmiðilsmálum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nýverið birtist frétt um að þrátt fyrir uppgang væri brottflutningur fólks meiri en aðflutningur. Það sem þó vakti ekki síður athygli var að lunginn af brottfluttum var ungt menntað fólk. Síðar komu tölur um að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum færi vaxandi. Þetta eru slæm tíðindi. Nú er því ekki til að dreifa að almennt atvinnuástand sé bágborið. Hér er næg almenn atvinna og þúsundir lítt menntaðra útlendinga á leiðinni. Afkoma fólks fer batnandi. Brottflutningur menntaðs fólks er vegna skorts á sérhæfðum atvinnutækifærum, sem á mikið skylt við óþroskað, einhæft hagkerfi. Auðlindahagkerfi eru í eðli sínu einhæf. Hvorki landbúnaður né sjávarútvegur hafa mikla þörf fyrir fjölmenntað fólk. Stóriðja átti að auka fjölbreytni Við fórum af stað með stóriðju til að auka fjölbreytni í efnahagslífi landsins. Hagkerfið var staðnað. Þetta voru rétt skref í upphafi. Síðan var uppbygging stóriðju meginþungi í efnahagsstefnu landsins. Nýr einhæfur auðlindaatvinnuvegur varð til. Okkur mistókst að byggja upp úrvinnsluiðnað og skapandi störf tengd stóriðjunni sem juku verðmætasköpunina og skildu stærri hluta virðisaukans eftir í landinu. Nánast allur virðisauki stóriðjunnar verður til erlendis. Hér verða aðeins eftir beinar launagreiðslur, smávægilegir skattar og greiðsla fyrir orku, sem fram til þessa hefur ekki íþyngt rekstri stóriðjuveranna. Þessar greiðslur eru aðeins lítið brot af virði endanlegrar vöru. Virðismyndunin hérlendis verður þar að auki enn rýrari fyrir þá sök að sami aðili stýrir allri virðiskeðjunni og hefur það því nokkurn veginn í hendi sér, hvar virðisaukinn verður til. Þá rýrnar hann enn þar sem við fórnum íslenskri náttúru. Auðlindaafurðir eru óstöðugustu afurðir á mörkuðum. Gleymum því heldur ekki að ungt fólk með fjölhæfa menntun er ekki á launaskrá stóriðjuvera. Virðisaukinn Auður þjóða myndast þegar þeim tekst að halda hjá sér eða draga til sín arðbærustu hlekkina í framleiðslukeðjunni. Þar liggur mestur virðisaukinn. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hugmyndavinnan, hönnun vörunnar, dreifing og að lokum salan. Frumframleiðsla er ekki sérlega arðbær atvinnugrein, ekki einu sinni í olíu. Hugmynda- og þróunarvinnan, dreifingin og kannski ekki hvað síst margumtöluð vörumerki, mynda stærstan hluta virðiskeðjunnar í nútíma atvinnurekstri. Þar greiðast hæstu launin, mestur arðurinn og hæstu skattarnir. Af hverju skyldu bæði frystihús og sláturhús vera staðir, þar sem Íslendingar bíða ekki í röðum eftir að fá vinnu? Engin þjóð þroskast atvinnulega séð á því að leggja höfuðáherslu á að búa til nóg af almennum láglaunastörfum. Það er leið langtíma stöðnunar. Íslenska ríkið hefur allt frá upphafi fullveldisins verið afgerandi afl á sviði atvinnumála. Einkum hefur þetta gilt gagnvart auðlindaatvinnuvegunum, landbúnaði, sjávarútvegi og síðar stóriðju. Því miður hafa þessi afskipti ríkisvaldsins einkum fest í sessi haggerð, sem til lengdar örvar hvorki hagvöxt né nýsköpun. Tiltölulega einhæf nýting auðlinda er sett í forgang, því það er auðveldara og atkvæðavænlegra. Þroskað hagkerfi byggir á hugviti, verkkunnáttu, áræðni og margvíslegri þekkingu. Þaðan kemur mestur virðisaukinn. Gjaldmiðilinn Ekki má gleyma garminum honum Katli, þegar rætt er um fráhrindandi aðstæður fyrir ungt menntað fólk til að setjast að á Íslandi. Þar á ég við íslensku krónuna, sem fengið hefur þá heiðursnafnbót frá forsætisráðherra að vera sterkasti gjaldmiðill í heimi. Það er ekkert sérstakt afreksverk að gjaldmiðill sem býr við ströng gjaldeyrishöft og er hvergi nothæfur utan eigin lands, haldist þokkalega stöðugur. Til þess eru höftin. Þrátt fyrir þessa algjöru einangrun og vernd þarf krónan háa vexti svo hún geti staðið undir því verkefni, að halda verðbólgu í skefjum. Gjaldeyrishöftin koma heldur ekki í veg fyrir að mörg mismunandi gengi eru á krónunni. Innflutnings- og ferðamannagengi, útboðsgengi seðlabankans og síðan er verðtryggða útgáfa hennar. Sem mælieining er hún skökk, óstöðug og misvísandi. Sennilega hefur enginn einn hluti íslenska hagkerfisins „féflett“ Íslendinga meir í gegnum árin en krónan. Það er hún sem gerir ungu fólki erfitt með að búa hér, þótt það hafi vinnu. Hún er svo dyntótt og dýr, hvort sem hún er óverðtryggð eða verðtryggð. Hún gengur af öllum húsnæðiskerfum dauðum. Ef við viljum fá ungt menntað fólk til að setjast að hérlendis þurfum við að breyta um opinbera atvinnustefnu, hætta fjáraustri í auðlindaatvinnuvegi og finna lausn á gjaldmiðilsmálum okkar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun