Verjum norræna velferð! Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna skrifar 14. janúar 2016 07:00 Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun