Rafrettur – úlfur í sauðargæru? Læknar skrifar 7. janúar 2016 07:00 Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. Undirrituð, sem öll starfa við meðhöndlun sjúklinga með reykingatengd krabbamein, eða við forvarnir eða rannsóknir á þessum krabbameinum, telja rétt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði sem snúa að rafrettum.Rafrettur eru lítið rannsakaðar Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.Staðan á Íslandi Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.Hefta verður útbreiðslu rafretta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ReykjavíkurÁsgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags ReykjavíkurGuðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ReykjavíkurGunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á LandspítalaGunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LandspítalaHans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs ReykjalundarHrönn Harðardóttir, lungnalæknir á LandspítalaJakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ÍslandsKristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags ÍslandsLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsLára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi ÍslandsMagnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla ÍslandsSigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á LandspítalaSigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðingaTómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á LandspítalaÞórarinn Guðnason, hjartalæknir á LandspítalaÖrvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Rafrettur Tómas Guðbjartsson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. Undirrituð, sem öll starfa við meðhöndlun sjúklinga með reykingatengd krabbamein, eða við forvarnir eða rannsóknir á þessum krabbameinum, telja rétt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði sem snúa að rafrettum.Rafrettur eru lítið rannsakaðar Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.Staðan á Íslandi Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.Hefta verður útbreiðslu rafretta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ReykjavíkurÁsgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags ReykjavíkurGuðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ReykjavíkurGunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á LandspítalaGunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LandspítalaHans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs ReykjalundarHrönn Harðardóttir, lungnalæknir á LandspítalaJakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ÍslandsKristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags ÍslandsLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsLára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi ÍslandsMagnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla ÍslandsSigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á LandspítalaSigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðingaTómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á LandspítalaÞórarinn Guðnason, hjartalæknir á LandspítalaÖrvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar