Gömul og ný brot Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar