Forsetaframbjóðandinn talar við strákana okkar og er góður í því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna sæti á EM. Vísir/Vilhelm Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvernig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leikmönnum liða sem nú eru í fríi. Því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við viljum haga öllum okkar undirbúningi fyrir EM,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „En það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. Það er helmingur allra leikja í þeirri undankeppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM.“Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonForsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinnar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfsliðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. Það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „Það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „Í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. Þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og KSÍ.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er Þorgrímur Þráinsson sem er titlaður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. Svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. Þorgrímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik Íslands og Austurríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn.Heimir Hallgrímsson þegar dregið var í riðli á EM.Vísir/AFPÁnægðir með andstæðingana Auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun Ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. Aðeins hefur verið tilkynnt að Ísland muni mæta Grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frágengið hvaða liðum Ísland mætir þar fyrir utan. „Það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að Ísland mæti eins sterkum liðum í aðdraganda EM og kostur er. „Það eru bara góð lið á EM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöðunni,“ segir Heimir. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvernig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leikmönnum liða sem nú eru í fríi. Því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við viljum haga öllum okkar undirbúningi fyrir EM,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „En það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. Það er helmingur allra leikja í þeirri undankeppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM.“Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonForsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinnar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfsliðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. Það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „Það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „Í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. Þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og KSÍ.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er Þorgrímur Þráinsson sem er titlaður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. Svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. Þorgrímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik Íslands og Austurríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn.Heimir Hallgrímsson þegar dregið var í riðli á EM.Vísir/AFPÁnægðir með andstæðingana Auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun Ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. Aðeins hefur verið tilkynnt að Ísland muni mæta Grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frágengið hvaða liðum Ísland mætir þar fyrir utan. „Það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að Ísland mæti eins sterkum liðum í aðdraganda EM og kostur er. „Það eru bara góð lið á EM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöðunni,“ segir Heimir.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30
Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46
Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40
Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23
Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40