Katrín, leiguþakið lekur Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun