Gamlar minjar eða nýjar minjar Hólmsteinn S. Rósbergsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun