Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Árni Páll veltir fyrir sér hvort Evrópustefnan hafi verið sett í þykjustuleik. vísir/gva „Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hársbreidd frá hitameti í borginni Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
„Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hársbreidd frá hitameti í borginni Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira