Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Árni Páll veltir fyrir sér hvort Evrópustefnan hafi verið sett í þykjustuleik. vísir/gva „Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira