Takmarka fjölda nemenda utan EES Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 23:02 Ef fleiri sækja um en fimmtíu verða þeir sem eru með hæstu einkunn í munnlegu prófi teknir inn í íslensku sem annað mál. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu. Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta EES-samningurinn Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu.
Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta EES-samningurinn Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00