
Aldrei meira fjármagn til uppbyggingar
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr.
Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum.
Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári.
Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið.
Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar