Minni óvissa skapar svigrúm fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Í vor var búist við að ekki yrði hægt að heimila lífeyrissjóðunum að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrr en eftir áramót. vísir/gva Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur