Minni óvissa skapar svigrúm fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Í vor var búist við að ekki yrði hægt að heimila lífeyrissjóðunum að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrr en eftir áramót. vísir/gva Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira