Er þörf á Samstöðu? 14. júlí 2015 12:00 Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar