Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 3. júlí 2015 07:00 „Stjórnmálin eru svolítið þannig, eins og mörg störf, þau ryðjast inn og taka forgang. Fjölskyldulífið og stjórnmálin fara illa saman. Það er óvissan um hvernig tíma manns er háttað,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en hann er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. „Það er oft sem ég horfi til yngri barnanna minna og hugsa að ég geti ekki líka látið þær líða fyrir það að ég sé svona mikið frá.“ Bjarni er fæddur og uppalinn Garðbæingur, gekk þar í skóla og hefur búið nánast allar götur síðan. Eftir grunnskóla lá leið hans í MR og þaðan í lögfræði í HÍ. Bjarni kynntist eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, í barnaskóla. „Við vorum í sama vinahóp og höfum meira og minna verið saman frá þeim tíma. Við slitum sambandinu á menntaskólaárunum, í um tvö ár, sem mér finnst hafa verið langur tími, en það er auðvitað stuttur tími þegar sambandið hefur varað svona lengi. Við tókum saman aftur og giftum okkur 1995. Við eigum tuttugu ára brúðkaupsafmæli í sumar.“ Saman eiga þau fjögur börn. Veturinn hefur verið átakasamur á þinginu, en hefur það áhrif á fjölskyldu Bjarna? „Eflaust hefur það áhrif, en ég verð ekki mikið var við það. Krakkarnir fylgjast með, sérstaklega þau eldri. Við höfum stundum rætt það sem er í umræðunni, en ég skynja ekki að þetta hafi áhrif.“Óvægin umræða Bjarni segir umræðuna orðna óvægnari og það haldist í hendur við breytt fjölmiðlaumhverfi. „Fjölmiðlaflóran er orðin miklu fjölbreyttari og fólk er komið beint inn á samfélagsmiðla til að tjá skoðanir sínar samstundis,“ segir hann og heldur áfram. „Umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árinni.“ Bjarni segir koma sér á óvart hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að hreyta ónotum í aðra. „Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim. Mér finnst menn ekkert eiga rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig.“ Bjarni segist hafa stóran hóp ráðgjafa, en að þau skilaboð berist honum reglulega að hann reiði sig of mikið á sjálfan sig. „Ég mætti leita víðar ráða. Það getur vel verið að það sé eitthvað til í því.“Davíð er ekki aftursætisbílstjóri Talið berst óhjákvæmilega að Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, en fregnir bárust af því fyrir um ári að hann sæti reglulega fundi með þeim forsætisráðherra og Bjarna. „Nei. Ég og Sigmundur erum ekki reglulega að hitta Davíð Oddsson. En síðan ég varð formaður höfum við Davíð oft talast við.“ Aðspurður segir Bjarni Davíð ekki vera aftursætisbílstjóra ríkisstjórnarinnar. „Nei. En hann hefur sterka rödd í samfélaginu. Hann var formaður í flokknum þegar ég kom inn. Fyrir það þekktumst við ekki neitt. Ég hef lagt mig eftir því að reyna að rækta samband við fyrrverandi formenn flokksins þó það hafi verið frekar stopult.“ Hann segist ekki eiga í miklu sambandi við Sigmund Davíð utan vinnu. „Eins og gefur að skilja fundum við reglulega og þurfum að halda sameiginlega á stórum málum. Það er prýðilegt samband okkar á milli. Samstarfið hefur gengið ágætlega.“ Út á við hefur sambúð flokkanna ekki alltaf litið út fyrir að vera átakalaus. Sem dæmi má nefna húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur, en hún sagði í fréttum Stöðvar 2 í maí að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka, en hún hafi neitað að verða við því. „Mér fannst ekki farið rétt með – það var eins og menn væru að þefa uppi ágreining. Málið var til kostnaðarumsagnar í fjármálaráðuneytinu og það tók tíma.“ Hann segir vissulega rétt að flokkarnir hafi tekist á. „Við höfum tekist harkalega á um hluti, það er hluti af starfinu. En kúnstin felst í því að vera mátulega ýtinn á eigin málstað en nægilega skilningsríkur fyrir málstað samstarfsflokksins.“Bjarni BenediktssonVísir/ErnirSúrt andrúmsloft En hvað með þingið í heild sinni? „Það er súrt andrúmsloft á þinginu. Og þessar byltur sem hafa orðið í stjórnmálunum frá 2009 hafa skapað sár sem eru ekki að fullu gróin. Það hafa verið miklar breytingar í flokkakerfinu og umhverfi stjórnmálaflokkanna. Þessar hefðbundnu línur eru að raskast.“ Hann segir þó flokkakerfið ekki úrelt. Bjarni talar af áhuga um pólitíkina, en hvernig lá leið hans í stjórnmál? „Mér finnst Alþingi merkilegur vettvangur. Þegar Jón Guðmundsson, sem þá vann að uppstillingu Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, kom til mín 2002-3 og vildi að ég tæki sæti á Alþingi þá hitti á veikan blett hjá mér. Ég hugsaði: Þessu verð ég að taka alvarlega. Það er heiður að menn vilji fá mig í lið með sér.“ Bjarni er Engeyingur, af ætt sem hefur verið kennd við umdeildustu valda- og viðskiptablokk á Íslandi, Kolkrabbann svokallaða. Er erfitt að vera Engeyingur í pólitík? Er hann hluti af Kolkrabbanum? „Ég er ekki Kolkrabbinn. Það er ekkert erfitt að vera ég, það er bara fínt. Engeyingar eru stór ætt og fáir í pólitík. Margir hafa náð langt, já. Er einhver viðskiptavaldablokk á bak við? Nei. En það er gaman að því þegar menn búa til frasa um fyrirbæri sem eru til sum hver tímabundið. Sumar valdablokkir sem skrifað var um á tíunda áratugnum eru gufaðar upp.“ Ranglega stimplaður Bjarni segir klárt mál að hann hafi verið stimplaður á ferlinum. „Ég þekki þessa umræðu,“ segir Bjarni og vísar í umræðu um að ráðamenn séu úr tengslum við almenning. „Það sem mér finnst menn horfa fram hjá er að við Íslendingar, þó að við komum frá ólíkum fjölskyldum, ölumst upp í sama umhverfinu nær öll,“ útskýrir hann. „Við höfum sama skólakerfi. Við höfum öll sama aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Í öllum okkar störfum umgöngumst við fjölbreytta flóru Íslendinga. Þá sem eiga erfitt, eiga undir högg að sækja.“ Bjarni segist hafa kynnst þessu frá fyrstu hendi. „Menn skyldu ekki halda að það sé ekki fólk í mínu næsta umhverfi, í minni fjölskyldu eða tengdafjölskyldu, í nánasta vinahópi sem er að glíma við alkóhólisma, krabbamein, hefur þurft að reiða sig á heilbrigðiskerfið, hefur glímt við þunglyndi, barnsmissi. Bróðir minn missti konuna sína langt um aldur fram. Öll þessi mál eru til í hverri einustu fjölskyldu. Það eru engir sem lifa hérna skýjum ofar og horfa niður til hinna,“ segir Bjarni. „Ég hef verið heppinn með að alast upp í öruggu umhverfi hjá foreldrum mínum sem eru hógvær og yndisleg. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi átt erfiða æsku eða sé þolandi ofbeldis. Ég held ég þurfi ekki að ganga í gegnum þá reynslu til að skilja íslenskt samfélag.“Sér ekki eftir að hafa farið á leikinn Bjarni og Sigmundur voru gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars sagði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í akút aðstæðum. „Það fannst mér ómerkileg umræða. Ég sé ekki eftir að hafa farið að styðja strákana okkar. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu. Ég mætti of seint á völlinn út af því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá ef þannig ber við. Það var nú hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja ræðu mína. Svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum.“ Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósenta hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun launa. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls sem við vildum ná samningum um segi ég að við höfum í raun og veru boðið rúmlega 20 prósenta hækkun. Við getum ekki gert meira. Ef menn skoða síðustu tíu ár hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni segist bera virðingu fyrir því starfi heilbrigðisstétta. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk um hvað hægt er að semja. Annars verður hér verðbólga – krónurnar verðminni.“ Athyglin of mikið á Hönnu Birnu Talið berst að lekamálinu. Sumum fannst Bjarni forðast að ræða málið. Hanna Birna sagði af sér embætti innanríkisráðherra ári eftir að málið kom upp og er enn varaformaður flokksins. „Mér finnst hún hafa stigið stórt skref með því að láta af embætti,“ segir hann og viðurkennir að hún hefði átt að segja af sér fyrr. „Það er auðvelt að segja það eftir á. Ég get ekki útilokað að þetta hafi skemmt fyrir flokknum en ég varð ekki var við áberandi breytingu á stuðningi.“ Hann segir mega læra af lekamálinu. „Mér fannst aðalatriðin ekki vera nægilega í forgrunni í umræðunni. Það leitar einstaklingur skjóls í ráðuneytinu og vill meina að það sé brotinn á sér réttur í kerfinu, það er síðan brugðið fyrir þennan einstakling fæti af starfsmanni ráðuneytisins. Í því liggur alvarleiki málsins. Athyglin hefur að mínu mati verið of mikið á Hönnu Birnu, sem hafði í sjálfu sér ekkert með þetta atvik að gera samkvæmt því sem upplýst hefur verið síðar. Það er búið að færa ábyrgðina á því með dómi.“ Bjarni segir stjórnsýsluna ekki óskeikula. „Í því að vernda borgara og þeirra réttindi þegar þeir leita ásjár stjórnvalda. Okkur ber að taka alvarlega ábendingar um að sé pottur brotinn við framkvæmd reglna.“Vill ferðast og taka myndir Bjarni segist ekki ætla að vera í stjórnmálum alla ævi. „Ég sé mig ekki endalaust í þessu. Ég var 33 ára þegar ég fór á þing – þá sá ég mig ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum til 45 ára aldurs. En svo tekur lífið yfir, þú sest upp í vagn sem fer bara á teinum. Nú er ég formaður flokksins og hef fengið umboð til að sitja í ríkisstjórn og er að stýra mikilvægu ráðuneyti. Við þær aðstæður er ekkert í huga mér annað en að halda áfram. Gera vel.“ „Ég verð örugglega ekki á þingi þangað til ég fer á lífeyri,“ segir hann. Það er margt sem hann langar að gera. „Minn helsti hausverkur er að gera upp á milli þeirra hluta,“ segir hann og deilir því með okkur að hann hafi ástríðu fyrir ljósmyndun. „Ég myndi gjarnan vilja taka myndir á ferðalögum.“ „Mig langar að láta til mín taka á öðrum sviðum. Ekki gleyma að njóta lífsins. Hlusta á tónlist, lesa bækur, eyða stundum með fjölskyldu og vinum. Og svo hitt sem ég á eftir að fatta hvað er.“ Gæti Bjarni Ben orðið landslagsljósmyndari? „Ég er byrjaður að safna í möppu,“ segir Bjarni og hlær. Alþingi Föstudagsviðtalið Verkfall 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Stjórnmálin eru svolítið þannig, eins og mörg störf, þau ryðjast inn og taka forgang. Fjölskyldulífið og stjórnmálin fara illa saman. Það er óvissan um hvernig tíma manns er háttað,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en hann er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. „Það er oft sem ég horfi til yngri barnanna minna og hugsa að ég geti ekki líka látið þær líða fyrir það að ég sé svona mikið frá.“ Bjarni er fæddur og uppalinn Garðbæingur, gekk þar í skóla og hefur búið nánast allar götur síðan. Eftir grunnskóla lá leið hans í MR og þaðan í lögfræði í HÍ. Bjarni kynntist eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, í barnaskóla. „Við vorum í sama vinahóp og höfum meira og minna verið saman frá þeim tíma. Við slitum sambandinu á menntaskólaárunum, í um tvö ár, sem mér finnst hafa verið langur tími, en það er auðvitað stuttur tími þegar sambandið hefur varað svona lengi. Við tókum saman aftur og giftum okkur 1995. Við eigum tuttugu ára brúðkaupsafmæli í sumar.“ Saman eiga þau fjögur börn. Veturinn hefur verið átakasamur á þinginu, en hefur það áhrif á fjölskyldu Bjarna? „Eflaust hefur það áhrif, en ég verð ekki mikið var við það. Krakkarnir fylgjast með, sérstaklega þau eldri. Við höfum stundum rætt það sem er í umræðunni, en ég skynja ekki að þetta hafi áhrif.“Óvægin umræða Bjarni segir umræðuna orðna óvægnari og það haldist í hendur við breytt fjölmiðlaumhverfi. „Fjölmiðlaflóran er orðin miklu fjölbreyttari og fólk er komið beint inn á samfélagsmiðla til að tjá skoðanir sínar samstundis,“ segir hann og heldur áfram. „Umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árinni.“ Bjarni segir koma sér á óvart hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að hreyta ónotum í aðra. „Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim. Mér finnst menn ekkert eiga rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig.“ Bjarni segist hafa stóran hóp ráðgjafa, en að þau skilaboð berist honum reglulega að hann reiði sig of mikið á sjálfan sig. „Ég mætti leita víðar ráða. Það getur vel verið að það sé eitthvað til í því.“Davíð er ekki aftursætisbílstjóri Talið berst óhjákvæmilega að Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, en fregnir bárust af því fyrir um ári að hann sæti reglulega fundi með þeim forsætisráðherra og Bjarna. „Nei. Ég og Sigmundur erum ekki reglulega að hitta Davíð Oddsson. En síðan ég varð formaður höfum við Davíð oft talast við.“ Aðspurður segir Bjarni Davíð ekki vera aftursætisbílstjóra ríkisstjórnarinnar. „Nei. En hann hefur sterka rödd í samfélaginu. Hann var formaður í flokknum þegar ég kom inn. Fyrir það þekktumst við ekki neitt. Ég hef lagt mig eftir því að reyna að rækta samband við fyrrverandi formenn flokksins þó það hafi verið frekar stopult.“ Hann segist ekki eiga í miklu sambandi við Sigmund Davíð utan vinnu. „Eins og gefur að skilja fundum við reglulega og þurfum að halda sameiginlega á stórum málum. Það er prýðilegt samband okkar á milli. Samstarfið hefur gengið ágætlega.“ Út á við hefur sambúð flokkanna ekki alltaf litið út fyrir að vera átakalaus. Sem dæmi má nefna húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur, en hún sagði í fréttum Stöðvar 2 í maí að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka, en hún hafi neitað að verða við því. „Mér fannst ekki farið rétt með – það var eins og menn væru að þefa uppi ágreining. Málið var til kostnaðarumsagnar í fjármálaráðuneytinu og það tók tíma.“ Hann segir vissulega rétt að flokkarnir hafi tekist á. „Við höfum tekist harkalega á um hluti, það er hluti af starfinu. En kúnstin felst í því að vera mátulega ýtinn á eigin málstað en nægilega skilningsríkur fyrir málstað samstarfsflokksins.“Bjarni BenediktssonVísir/ErnirSúrt andrúmsloft En hvað með þingið í heild sinni? „Það er súrt andrúmsloft á þinginu. Og þessar byltur sem hafa orðið í stjórnmálunum frá 2009 hafa skapað sár sem eru ekki að fullu gróin. Það hafa verið miklar breytingar í flokkakerfinu og umhverfi stjórnmálaflokkanna. Þessar hefðbundnu línur eru að raskast.“ Hann segir þó flokkakerfið ekki úrelt. Bjarni talar af áhuga um pólitíkina, en hvernig lá leið hans í stjórnmál? „Mér finnst Alþingi merkilegur vettvangur. Þegar Jón Guðmundsson, sem þá vann að uppstillingu Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, kom til mín 2002-3 og vildi að ég tæki sæti á Alþingi þá hitti á veikan blett hjá mér. Ég hugsaði: Þessu verð ég að taka alvarlega. Það er heiður að menn vilji fá mig í lið með sér.“ Bjarni er Engeyingur, af ætt sem hefur verið kennd við umdeildustu valda- og viðskiptablokk á Íslandi, Kolkrabbann svokallaða. Er erfitt að vera Engeyingur í pólitík? Er hann hluti af Kolkrabbanum? „Ég er ekki Kolkrabbinn. Það er ekkert erfitt að vera ég, það er bara fínt. Engeyingar eru stór ætt og fáir í pólitík. Margir hafa náð langt, já. Er einhver viðskiptavaldablokk á bak við? Nei. En það er gaman að því þegar menn búa til frasa um fyrirbæri sem eru til sum hver tímabundið. Sumar valdablokkir sem skrifað var um á tíunda áratugnum eru gufaðar upp.“ Ranglega stimplaður Bjarni segir klárt mál að hann hafi verið stimplaður á ferlinum. „Ég þekki þessa umræðu,“ segir Bjarni og vísar í umræðu um að ráðamenn séu úr tengslum við almenning. „Það sem mér finnst menn horfa fram hjá er að við Íslendingar, þó að við komum frá ólíkum fjölskyldum, ölumst upp í sama umhverfinu nær öll,“ útskýrir hann. „Við höfum sama skólakerfi. Við höfum öll sama aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Í öllum okkar störfum umgöngumst við fjölbreytta flóru Íslendinga. Þá sem eiga erfitt, eiga undir högg að sækja.“ Bjarni segist hafa kynnst þessu frá fyrstu hendi. „Menn skyldu ekki halda að það sé ekki fólk í mínu næsta umhverfi, í minni fjölskyldu eða tengdafjölskyldu, í nánasta vinahópi sem er að glíma við alkóhólisma, krabbamein, hefur þurft að reiða sig á heilbrigðiskerfið, hefur glímt við þunglyndi, barnsmissi. Bróðir minn missti konuna sína langt um aldur fram. Öll þessi mál eru til í hverri einustu fjölskyldu. Það eru engir sem lifa hérna skýjum ofar og horfa niður til hinna,“ segir Bjarni. „Ég hef verið heppinn með að alast upp í öruggu umhverfi hjá foreldrum mínum sem eru hógvær og yndisleg. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi átt erfiða æsku eða sé þolandi ofbeldis. Ég held ég þurfi ekki að ganga í gegnum þá reynslu til að skilja íslenskt samfélag.“Sér ekki eftir að hafa farið á leikinn Bjarni og Sigmundur voru gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars sagði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í akút aðstæðum. „Það fannst mér ómerkileg umræða. Ég sé ekki eftir að hafa farið að styðja strákana okkar. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu. Ég mætti of seint á völlinn út af því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá ef þannig ber við. Það var nú hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja ræðu mína. Svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum.“ Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósenta hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun launa. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls sem við vildum ná samningum um segi ég að við höfum í raun og veru boðið rúmlega 20 prósenta hækkun. Við getum ekki gert meira. Ef menn skoða síðustu tíu ár hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni segist bera virðingu fyrir því starfi heilbrigðisstétta. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk um hvað hægt er að semja. Annars verður hér verðbólga – krónurnar verðminni.“ Athyglin of mikið á Hönnu Birnu Talið berst að lekamálinu. Sumum fannst Bjarni forðast að ræða málið. Hanna Birna sagði af sér embætti innanríkisráðherra ári eftir að málið kom upp og er enn varaformaður flokksins. „Mér finnst hún hafa stigið stórt skref með því að láta af embætti,“ segir hann og viðurkennir að hún hefði átt að segja af sér fyrr. „Það er auðvelt að segja það eftir á. Ég get ekki útilokað að þetta hafi skemmt fyrir flokknum en ég varð ekki var við áberandi breytingu á stuðningi.“ Hann segir mega læra af lekamálinu. „Mér fannst aðalatriðin ekki vera nægilega í forgrunni í umræðunni. Það leitar einstaklingur skjóls í ráðuneytinu og vill meina að það sé brotinn á sér réttur í kerfinu, það er síðan brugðið fyrir þennan einstakling fæti af starfsmanni ráðuneytisins. Í því liggur alvarleiki málsins. Athyglin hefur að mínu mati verið of mikið á Hönnu Birnu, sem hafði í sjálfu sér ekkert með þetta atvik að gera samkvæmt því sem upplýst hefur verið síðar. Það er búið að færa ábyrgðina á því með dómi.“ Bjarni segir stjórnsýsluna ekki óskeikula. „Í því að vernda borgara og þeirra réttindi þegar þeir leita ásjár stjórnvalda. Okkur ber að taka alvarlega ábendingar um að sé pottur brotinn við framkvæmd reglna.“Vill ferðast og taka myndir Bjarni segist ekki ætla að vera í stjórnmálum alla ævi. „Ég sé mig ekki endalaust í þessu. Ég var 33 ára þegar ég fór á þing – þá sá ég mig ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum til 45 ára aldurs. En svo tekur lífið yfir, þú sest upp í vagn sem fer bara á teinum. Nú er ég formaður flokksins og hef fengið umboð til að sitja í ríkisstjórn og er að stýra mikilvægu ráðuneyti. Við þær aðstæður er ekkert í huga mér annað en að halda áfram. Gera vel.“ „Ég verð örugglega ekki á þingi þangað til ég fer á lífeyri,“ segir hann. Það er margt sem hann langar að gera. „Minn helsti hausverkur er að gera upp á milli þeirra hluta,“ segir hann og deilir því með okkur að hann hafi ástríðu fyrir ljósmyndun. „Ég myndi gjarnan vilja taka myndir á ferðalögum.“ „Mig langar að láta til mín taka á öðrum sviðum. Ekki gleyma að njóta lífsins. Hlusta á tónlist, lesa bækur, eyða stundum með fjölskyldu og vinum. Og svo hitt sem ég á eftir að fatta hvað er.“ Gæti Bjarni Ben orðið landslagsljósmyndari? „Ég er byrjaður að safna í möppu,“ segir Bjarni og hlær.
Alþingi Föstudagsviðtalið Verkfall 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira