Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:45 Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið. Verkfall 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið.
Verkfall 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira