Gerðardómur yfirleitt skipaður með hraði Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Um 500 manns sóttu baráttufund BHM í Rúgbrauðsgerðinni þegar verkföll voru á sjöundu viku. Rúmum þrem vikum síðar voru verkföll BHM stöðvuð með lögum frá Alþingi. Fréttablaðið/Vilhelm Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum. Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum.
Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira