Höldum baráttunni áfram Árni Páll Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun