Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017 Jón Þór Ólafsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar