Átakastjórnmál og þjóðarhagsmunir Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. júní 2015 07:00 „Þessa ríkisstjórn er ekki hægt að styðja í þessu máli frekar en nokkru öðru,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, þegar greidd voru atkvæði um að færa erlendar eigur þrotabúa gömlu bankanna undir gjaldeyrishöftin í mars 2012. Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli. Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012? Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá. Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Þessa ríkisstjórn er ekki hægt að styðja í þessu máli frekar en nokkru öðru,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, þegar greidd voru atkvæði um að færa erlendar eigur þrotabúa gömlu bankanna undir gjaldeyrishöftin í mars 2012. Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli. Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012? Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá. Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun