Unnið gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. júní 2015 07:00 Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun