Rúnar Páll hitti naglann á höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 07:30 Præst er duglegur að messa yfir sínum mönnum. Vísir/Stefán „Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Lauk árinu með fjörtíu stiga leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Lauk árinu með fjörtíu stiga leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01