Ætla enn að þrýsta á Pútín Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júní 2015 07:30 Leiðtogarnir níu brugðu sér út til að láta mynda sig. Cameron, Merkel og Obama fremst, en hinir skammt á eftir. Vísir/AFP Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Grikkland Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Grikkland Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira