Ætla enn að þrýsta á Pútín Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júní 2015 07:30 Leiðtogarnir níu brugðu sér út til að láta mynda sig. Cameron, Merkel og Obama fremst, en hinir skammt á eftir. Vísir/AFP Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Grikkland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Grikkland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira